Jarðgöng undir Almannaskarð

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 18:10:42 (6185)

2002-03-13 18:10:42# 127. lþ. 97.8 fundur 485. mál: #A jarðgöng undir Almannaskarð# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[18:10]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég vil taka fram, þannig að ekkert fari þá milli mála, að sú vegáætlun sem er í gildi núna og nær til ársins 2004 gerir ekki ráð fyrir framkvæmdum við jarðgöng undir Almannaskarð. Til þess að það fari ekkert á milli mála vil ég taka fram að ég tel engar líkur á því að við endurskoðun á núgildandi vegáætlun komi inn fjárveiting til að hefja framkvæmdir við umrædd jarðgöng.

Óteljandi mörg önnur verkefni bíða úrlausnar á sviði vegamála og því er ekki skynsamlegt að vekja neinar vonir um að þau göng komi inn og fram fyrir mörg önnur verkefni sem hafa verið og eru á vegáætlunni. Þetta vildi ég að kæmi fram við þessa umræðu.