Húðflúrsmeðferð eftir brjóstakrabbamein

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 18:19:20 (6189)

2002-03-13 18:19:20# 127. lþ. 97.10 fundur 500. mál: #A húðflúrsmeðferð eftir brjóstakrabbamein# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[18:19]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Þau svör sem ég get gefið um þetta mál nú á þessari stundu eru eingöngu þau að ég mun beina því til samninganefndarinnar að hún kynni sér þessi mál ofan í kjölinn. Það er að sjálfsögðu markmið okkar eins og varðandi aðra heilbrigðisþjónustu að þessi verk séu sem best af hendi leyst að sjálfsögðu. Hins vegar get ég ekki gefið yfirlýsingar hér um samninga við húðflúrara vegna þess að þeir eru ekki heilbrigðisstétt, eins og kom fram í svarinu. En ég hef fullan vilja til að láta kanna alla möguleika í þessu máli með það fyrir augum að þjónustan verði sem best og árangursríkust. Það eru þau svör sem ég get gefið á þessari stundu. En ég endurtek að ég mun gangast fyrir því að þetta mál verði skoðað ofan í kjölinn.