Rekstur vistheimilisins að Gunnarsholti

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 18:27:15 (6192)

2002-03-13 18:27:15# 127. lþ. 97.11 fundur 515. mál: #A rekstur vistheimilisins að Gunnarsholti# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[18:27]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. 3. þm. Suðurl., Margréti Frímannsdóttur, fyrir að vekja máls á þessu og þakka hæstv. heilbrrh. fyrir svörin.

Starfsemin á vistheimilinu í Gunnarsholti, eða Akurhóli eins og það var nú kallað í eina tíð, skiptir samfélagið í Rangárvallasýslu mjög miklu máli. Það skiptir einnig mjög miklu máli að það fólk sem þar er vistað um ákveðinn tíma geti síðan tekið þátt í hinu daglega lífi.

Það gleður mig að hæstv. heilbrrh. talar um að ekki standi til að draga úr þessari starfsemi sem er auðvitað mjög viðkvæm. Miklu máli skiptir að reyna að skapa því fólki sem þarna er vistað atvinnu og skapandi verkefni þannig að það eigi betra með að fóta sig í hinu daglega lífi þegar það útskrifast frá heimilinu.