Framkvæmdir við Sjúkrahús Suðurlands

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 18:40:30 (6198)

2002-03-13 18:40:30# 127. lþ. 97.12 fundur 530. mál: #A framkvæmdir við Sjúkrahús Suðurlands# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., MS
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[18:40]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Ég lýsi ánægju með það svar hæstv. heilbrrh. að nú verði haldið áfram af fullum krafti við að hanna viðbyggingu Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi en legg áherslu á að brýnt er að hið fyrsta verði gengið í að ganga frá framkvæmdasamningi um verkefnið milli aðila málsins þannig að það gangi fram fljótt og vel. Það hefur margoft komið fram, herra forseti, hve brýnt er að starfsemi Ljósheima flytjist hið allra fyrsta í fullnægjandi aðstöðu og ekki síður að aðstaða heilsugæslustöðvarinnar í Heilbrigðisstofnuninni fái einnig fullnægjandi aðstöðu eins og gert er ráð fyrir í viðbyggingu.

Herra forseti. Ég fagna því að málið er komið á fullan skrið og vonandi að það fái góðan framgang.