Framkvæmdir við Sjúkrahús Suðurlands

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 18:43:20 (6201)

2002-03-13 18:43:20# 127. lþ. 97.12 fundur 530. mál: #A framkvæmdir við Sjúkrahús Suðurlands# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KÓ
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[18:43]

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn og vil jafnframt þakka hæstv. heilbrrh. fyrir þau svör sem hann hefur kynnt. Ljóst er að það er eitt af stærri byggðamálum í Suðurlandskjördæmi að af þessari framkvæmd geti orðið.

Sjúkrahús Suðurlands býr við mjög þröngan húsakost. Hins vegar býr Sjúkrahús Suðurlands við mjög hæft starfsfólk á flestum sviðum. Það er mjög mikilvægt að svæðið Suðurland og það starfsfólk sem þar vinnur fái tækifæri til að sinna því starfi sem því ber að gera. Þetta er ört vaxandi byggðarlag og þess vegna mjög mikilvægt að sú bygging sem farið verður af stað með þjóni því byggðarlagi sem þarna verður inn í framtíðina.

Það er ljóst að Ljósheimar er hús sem búið er að þjóna Sunnlendingum mjög lengi og tímabært að sú starfsemi sem þar er nú færist til Sjúkrahúss Suðurlands.