DLH fyrir GE, RHák fyrir EKG og SÓ fyrir ÁMöl

Föstudaginn 15. mars 2002, kl. 13:31:37 (6213)

2002-03-15 13:31:37# 127. lþ. 98.93 fundur 411#B DLH fyrir GE, RHák fyrir EKG og SÓ fyrir ÁMöl#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 127. lþ.

[13:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Ásta Möller, 19. þm. Reykv.``

Annað bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Ragnheiður Hákonardóttir bæjarfulltrúi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestf.``

Þriðja bréfið er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varaþm. Samfylkingarinnar í Vesturl., Dóra Líndal Hjartardóttir tónmenntakennari, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Gísli S. Einarsson, 5. þm. Vesturl.``

Dóra Líndal Hjartardóttir, Ragnheiður Hákonardóttir og Stefanía Óskarsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru þær boðnar velkomnar til starfa á ný.