Samgönguáætlun

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 16:29:15 (6254)

2002-03-19 16:29:15# 127. lþ. 99.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv. 71/2002, Frsm. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[16:29]

Frsm. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir undirtektir hv. þm. Ég tel það vera mikið mál að þessi atriði komist inn í sjálfan lagatextann því að í lagatextanum stendur, með leyfi forseta: ,,að ná fram hagkvæmri notkun fjármagns og mannafla`` og enginn kastar rýrð á það en það má ekki vera eina markmiðið sem við drögum fram.

Að vísu er dregin fram nauðsyn þess að haft sé víðtækt samspil um samgöngumáta og samstarf stofnana samgrn. Mér finnst síður vera þörf á að setja í lagatextann að stofnanir samgrn. eigi að vinna saman.

Mikilvægir þættir samgangna sem lúta að byggðamálum eru byggðastyrkingar, þeir lúta einnig að umhverfismálum, öryggismálum og almenningssamgöngum og eru undirstaða byggðar í landinu. Ég tel mjög mikilvægt að áherslur á þessa lund séu með skýrum hætti teknar inn í samgönguáætlunina, lagaramma hennar, ekki bara arðsemi fjármagnsins. Þess vegna legg ég þunga áherslu á að þetta komist áfram inn í sjálfan lagarammann.