Samgönguáætlun

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 18:10:58 (6277)

2002-03-19 18:10:58# 127. lþ. 99.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv. 71/2002, Frsm. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[18:10]

Frsm. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Mér fannst þetta góð ábending hjá hv. 1. þm. Norðurl. e. um að það skyldi binda í lög að samgönguþingið skuli ekki vera haldið í Reykjavík heldur víðar. Ég tel, virðulegi forseti, ef hv. 1. þm. Norðurl. e., Halldór Blöndal, mundi lesa enn betur yfir textann, þá gæti hann kannski komið með enn betri breytingar og áréttingar á textanum sem er afar slappur fyrir.