Kirkju- og manntalsbækur

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 18:32:54 (6283)

2002-03-19 18:32:54# 127. lþ. 99.9 fundur 372. mál: #A kirkju- og manntalsbækur# (kostnaður) frv. 36/2002, Frsm. JBjart
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[18:32]

Frsm. allshn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti hv. allshn. um frv. til laga um breyting á lögum um kirkju- og manntalsbækur eða sálnaregistur, nr. 3/1945.

Umsagnir um málið bárust frá Biskupsstofu, leikmannaráði þjóðkirkjunnar, Hvítasunnuhreyfingunni á Íslandi og Prestafélagi Íslands. Auk þess fékk nefndin fjölmarga gesti á sinn fund.

Með frumvarpinu er lagt til að íslenska þjóðkirkjan og önnur skráð trúfélög greiði fyrir kirkju- og manntalsbækur sem þau færa. Telur nefndin eðlilegt að slíkur kostnaður falli undir rekstrarkostnað þeirra og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir þetta rita hv. nefndarmenn í allshn., formaður nefndarinnar, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ásta Möller, Ólafur Örn Haraldsson, Kjartan Ólafsson og Guðrún Ögmundsdóttir auk frsm. en Guðjón A. Kristjánsson ritar undir nál. með fyrirvara.