Kirkjubyggingasjóður

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 18:35:15 (6285)

2002-03-19 18:35:15# 127. lþ. 99.10 fundur 428. mál: #A kirkjubyggingasjóður# frv. 35/2002, Frsm. JBjart
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[18:35]

Frsm. allshn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti hv. allshn. um frv. til laga um brottfall laga um kirkjubyggingasjóð, nr. 21/1981.

Sem fyrr fékk hv. allshn. á sinn fund vegna málsins fjölmarga gesti og sérfræðinga.

Með frumvarpinu er lagt til að kirkjubyggingasjóður verði lagður niður og renni í Jöfnunarsjóð sókna. Fé hefur ekki verið veitt til sjóðsins í fjárlögum um árabil og hefur hann því ekki sinnt hlutverki sínu undanfarin ár. Frumvarpið felur í sér einföldun og hagræðingu í stjórnsýslu kirkjunnar og leggur nefndin því til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir álitið rita hv. nefndarmenn í allshn., formaður nefndarinnar, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, frsm. Guðrún Ögmundsdóttir, Ásta Möller, Kjartan Ólafsson, Ólafur Örn Haraldsson og Guðjón A. Kristjánsson.