Stefnumótun um aukið umferðaröryggi

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 18:41:52 (6288)

2002-03-19 18:41:52# 127. lþ. 99.11 fundur 599. mál: #A stefnumótun um aukið umferðaröryggi# þál. 14/127, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[18:41]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Tillaga starfshópsins sem er þessi mikla skýrsla: ,,Um ferðaröryggisáætlun 2002 til 2012 -- Ísland verði fyrirmyndarland í umferðinni fyrir árið 2012`` var sett í hólf hjá öllum hv. þm. um leið og þeirri vinnu var lokið. Skýrslan er komin fram og var kynnt og eins og ég gerði grein fyrir í ræðu minni áðan hefur hún borist til allra þingmanna. En það er að sjálfsögðu rétt að verða við því ef óskað er eftir að útvega hv. þm. skýrsluna.