Kirkju- og manntalsbækur

Miðvikudaginn 20. mars 2002, kl. 14:19:45 (6306)

2002-03-20 14:19:45# 127. lþ. 100.8 fundur 372. mál: #A kirkju- og manntalsbækur# (kostnaður) frv. 36/2002, KVM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 127. lþ.

[14:19]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Kirkju- og manntalsbækur hafa frá ómunatíð gegnt miklu hlutverki sem heimildir og gögn og ég reikna með að svo verði áfram. Þó að tölvur hafi mikið komið til sögunnar munu tölvur, og gögn sem í þeim eru, glatast fyrr en það sem skrifað er í kirkjubækur með varanlegu bleki. Því tel ég, herra forseti, að hvorki kirkjan né trúfélög eigi að standa straum af bókum sem þessar mjög svo mikilvægu heimildir fara í heldur eigi ríkissjóður að sjá um það. Ég tel rangt að greiða atkvæði með þessari grein.