Úrbætur í fjarskiptamálum á Norðausturlandi

Miðvikudaginn 20. mars 2002, kl. 14:47:31 (6315)

2002-03-20 14:47:31# 127. lþ. 101.5 fundur 498. mál: #A úrbætur í fjarskiptamálum á Norðausturlandi# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 127. lþ.

[14:47]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Eins og fram kom hjá mér áðan er mikil breyting orðin á vegna þess að fleiri fyrirtæki eru farin að sinna fjarskiptaþjónustu og uppbyggingu grunnnets um landið. Auk þess er ekki hægt að gefa símafyrirtækjunum fyrirmæli um framkvæmdir úr ræðustóli á Alþingi. Hins vegar getum við lýst mjög sterkum vilja hér og sett fram óskir okkar um uppbyggingu þjónustunnar. Það liggur alveg fyrir. Eins og ég sagði er ríkur vilji samgrn. til að staðið sé sem best að uppbyggingu fjarskiptakerfisins í landinu svo að við getum nýtt okkur tækni margmiðlunar og tölvutækni um land allt í þágu atvinnulífsins og heimilanna. Þetta skiptir heilmiklu máli.

Ég mun ekki draga af mér við að setja fram þá skoðun mína að símafyrirtæki eigi að standa þannig að málum að þessi þjónusta verði sem mest og best og um landið allt.