Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 17:01:10 (6436)

2002-03-21 17:01:10# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, Frsm. meiri hluta HGJ
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[17:01]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Helga Guðrún Jónasdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. meiri hluta sjútvn. Nefndin fjallaði um málið og fékk fjölda góðra gesta á sinn fund. Má þar m.a. nefna Landssamband veiðifélaga, Þjóðhagsstofnun, Landssamband smábátaeigenda, Náttúruvernd ríkisins, Verslunarráð, Hafrannsóknastofnun o.fl.

Eins og virðulegum forseta er eflaust kunnugt um var frv. fyrst lagt fram á 126. löggjafarþingi og þá í tengslum við frv. til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970, en lítur hér dagsins ljós að nýju með breytingum sem kynntar voru í sjútvn. sl. vor.

Í frv. er kveðið á um skipun fiskeldisnefndar, vek ég athygli á, en henni er ætlað það hlutverk að leiða saman og samræma þau sjónarmið sem uppi eru annars vegar varðandi eldi vatnafiska og hins vegar varðandi eldi nytjastofna sjávar.

Meiri hlutinn leggur til að frv. verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir í þingskjali 981.

Undir nál. rita Einar K. Guðfinnsson formaður, Kristinn H. Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson, Jónas Hallgrímsson og Guðmundur Hallvarðsson, auk þeirrar sem hér talar, Helgu Guðrúnar Jónasdóttur.