Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 18:52:38 (6468)

2002-03-21 18:52:38# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[18:52]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil nú ekki fara að endurtaka mig með rökin fyrir því að hafa þetta eins og þetta er. En varðandi kostnaðinn þá held ég að hv. þm. eigi ekki að hafa miklar áhyggjur af því að sjútvrn. muni íþyngja greininni með miklum kostnaði. Þegar maður fjallar um þessi mál við þá aðila erlendis sem fylgjast með þessu og þeir spyrja um stærð ráðuneytisins og umsvif atvinnugreinarinnar þá reka þeir yfirleitt upp stór augu er þeir heyra að 20 manna ráðuneyti sjái um yfirstjórn á 2 millj. tonna veiði á ári, eins og hefur verið hjá okkur núna undanfarið. Það finnst mönnum ekki vera mikil eða þung yfirstjórn.