Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Föstudaginn 22. mars 2002, kl. 15:39:15 (6529)

2002-03-22 15:39:15# 127. lþ. 103.3 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 127. lþ.

[15:39]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek undir það með hv. þm. að ég tel mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun geti nú farið í viðræður við önnur fyrirtæki vegna þess að okkur er kunnugt um að áhugi er til staðar hjá virtum og stórum aðilum sem eru í slíkri framleiðslu. Ég vil þá tengja það við það frv. sem hér er til umfjöllunar, frv. til laga um Kárahnjúkavirkjun, sem er mjög mikilvægt að verði sem allra fyrst að lögum til þess að auðvelda okkur þá vinnu sem fram undan er. Ég legg líka áherslu á að við segjum ekki skilið við Norsk Hydro, a.m.k. ekki á þessu stigi. Við erum áfram í samstarfi um Noral-verkefnið en við erum ekki læst inni, ef má orða það þannig.