Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Föstudaginn 22. mars 2002, kl. 15:42:26 (6532)

2002-03-22 15:42:26# 127. lþ. 103.3 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 127. lþ.

[15:42]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að hv. þm. hafi verið aðeins of fljótur á sér að gleðjast því að ekki er búið að slá Noral-verkefnið af. Það verður haldið áfram að vinna að því. En það sem ég tel mikilvægt og lét koma fram áðan er að við getum líka talað við aðra aðila.

Og það sem hv. þm. talar um í sambandi við samgönguaðgerðir og framkvæmdir er mikilvægt mál. En samgöngur eru ekki nóg. Það er mikið atriði að fólk búi í fjórðungnum til að nýta þau samgöngumannvirki sem væntanlega verða byggð upp.

Hv. þm. hefur sagt á fundi þar sem ég var með honum að vel væri hægt að lifa með slíkum framkvæmdum. Hann sagði á fundi með sveitarstjórarmönnum úr Norðausturkjördæmi að vel væri hægt að lifa með þeim aðgerðum og framkvæmdum öllum og ég vona að hann standi við þau orð.