Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Föstudaginn 22. mars 2002, kl. 15:53:34 (6542)

2002-03-22 15:53:34# 127. lþ. 103.3 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, EMS (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 127. lþ.

[15:53]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Það er alveg ljóst að misskilningur minn var nákvæmlega enginn í málinu vegna þess að hv. þm. endurtók það sem hann sagði, að vísu með örlítið öðrum orðum áðan. Hann talaði um að ná botni í málið. Hvernig ætlar hann að fá niðurstöðu í málið í þessum þingsal öðruvísi en að ljúka afgreiðslu þess? Það er ekki hægt á neinn annan hátt. Ég tel mig ekki hafa misskilið nokkurn skapaðan hlut.

Hugsanlega hefur hins vegar gætt ónákvæmni í hinu langa máli hv. þm. en ég held að við séum þá sáttir um það að niðurstaðan fáist sem allra, allra fyrst. Við getum þá lagt mismunandi merkingu í orðið ,,niðurstöðu``. Mín merking er sú að niðurstaðan hér í þessum þingsal gagnvart þessu máli geti ekki orðið önnur en sú að ljúka afgreiðslu þess máls sem hér er á dagskrá.