Norðurál

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 15:08:11 (6548)

2002-03-25 15:08:11# 127. lþ. 104.1 fundur 426#B Norðurál# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[15:08]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í máli mínu áðan höfum við verið að sinna fyrirtækinu og þeim erindum sem hafa borist ráðuneytinu alveg frá því árið 2000. Það að taka upp viðræður við ráðuneytið núna á þessu stigi væru þá einfaldlega framhaldsviðræður því að við erum búin að fjalla um þessi mál í tvö ár.

Um það hvort gert sé upp á milli fyrirtækja er það ekki vegna þess að eins og ég greindi frá áðan var af hálfu Þjóðhagsstofnunar unnin álitsgerð um það hvernig raða mætti saman verkefnum beggja þessara fyrirtækja þannig að það hefði ekki umtalsverð eða óæskileg áhrif á þjóðarhag. Sú uppröðun ber með sér að það átti að byrja á því að stækka Norðurál. Ég held að það svari kannski betur en mörg orð úr þessum ræðustóli hvernig áform um að fara í verkefnin voru.