Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 17:22:38 (6581)

2002-03-25 17:22:38# 127. lþ. 104.2 fundur 616. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (grunnskólabyggingar) frv. 60/2002, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[17:22]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Við komumst sennilega ekki mikið lengra við þessa 1. umr. um málið. Þessu máli er auðvitað langt í frá lokið og þarf að gaumgæfa það mjög rækilega í nefnd.

Staðreyndin er sú sem ég gat um fyrr, að vandræðagangurinn sem birtist í þessu frv. stafar af því að félmrn. hefur ekki búið sveitarfélögum skýrar og skilmerkilegar leikreglur í þessu sambandi. Það er auðvitað engin tilviljun að velflest sveitarfélög í landinu, þar á meðal sveitarfélag hv. þm. Gunnars Birgissonar þar sem raunar sams konar hægri stjórn ræður ríkjum og í Hafnarfirði, hafa kosið að fara allt aðra leið og fjármagna skólabyggingar sínar sjálf. Því hefði ég kosið, og hæstv. ráðherra væri maður að meiri ef hann kvæði einfaldlega upp úr með það að stefna hans sem ráðherra sveitarstjórnarmála og Framsfl. um leið sé ekki sú sem flokksbræður hans og hægri stjórnin í Hafnarfirði hefur farið. Ég bíð enn þá skýrra svara við því.