Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 17:23:47 (6582)

2002-03-25 17:23:47# 127. lþ. 104.2 fundur 616. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (grunnskólabyggingar) frv. 60/2002, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[17:23]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki hér og nú að kveða upp úr með það að þeir séu endilega vitrari í Kópavogi en í Hafnarfirði. Ég held að þetta séu út af fyrir sig ágætar sveitarstjórnir á báðum stöðum þó að þær velji ekki sömu leiðina.

Hins vegar er líka dálítið þreytandi að ræða þetta einangraða Hafnarfjarðarmál þó að það sé hluti af þessu frv. Mér dettur í hug sagan af íslenska þingmanninum sem réðst á íslenskan forsætisráðherra í útlöndum. Þá sagði norskur sessunautur minn: ,,Han har hatt med seg skittentøyet hjemmefra.``