Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 18:37:54 (6609)

2002-03-25 18:37:54# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[18:37]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var vel og snyrtilega sagt hjá hv. þm. Ég tel því að það sem hæstv. ráðherra segir í grein sinni um að þetta hafi verið skilyrt af hálfu ríkisins sé þá rangt. Ég dreg þá ályktun af orðum hv. þm.

Síðan vil ég spyrja hv. þm. og formann landbn.: Gangi þetta eftir eins og lagt er til af hæstv. ráðherra, og hv. þm. sagði að mundi geta gengið ef svo gengi fram sem horfir ... (DrH: Ég sagði það aldrei.) Hvað er gert ráð fyrir að parkera þurfi mörgum býlum til að halda framleiðslunni innan þeirra marka sem sett eru í samningnum? Kann það að leiða til mikillar fækkunar? Eru einhverjar mótvægisaðgerðir til að styrkja byggð á móti? Ég hef heyrt nefnda töluna 200--300 sauðfjárbændur sem þurfi að fækka á stuttu tímabili. Eru einhverjar skipulegar mótvægisaðgerðir í gangi til að mæta þeirri byggðaröskun sem þessi sveitasamningur mundi hafa í för með sér?