Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 18:39:12 (6610)

2002-03-25 18:39:12# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[18:39]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er erfitt að svara hv. þm. Jóni Bjarnasyni því að maður fylgist ekki alveg grannt með hvað hann er að fara. En ég held að það sem ég hefði viljað sjá í sauðfjárræktinni væri að framleiðslurétturinn væri gefinn frjáls, eins og ég gat um áðan, eins og var gert í sambandi við mjólkina. Það gekk mjög vel og þar hafa menn getað verslað með rétt sinn og hafa að sjálfsögðu getað hagrætt hjá sér á þann hátt.