Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 20:58:47 (6626)

2002-03-25 20:58:47# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[20:58]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka fram að ég er á engan hátt á móti skráningu eða því að bændur hafi sínar upplýsingar. Mér finnst að það sé að miklu leyti þeirra mál hvernig þeir standa að þeim skráningum sem heyra til áburðar og jarðræktar. (Landbrh.: ... markaði heimsins.)

Síðan vil ég segja það að ég held að okkar dýrmætasti markaður, dýrasti markaður sauðfjárbænda, sé innlendi markaðurinn. Það er langhæsta verðið á íslenska markaðnum og það er hann sem við eigum að stunda og leggja höfuðáherslu á.