Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 21:37:00 (6636)

2002-03-25 21:37:00# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[21:37]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það hefur einmitt sannast við sölu og kaup á kvóta í mjólk að verðið hefur farið lækkandi og því veldur þessi eðlilega skilgreining markaðarins því þegar markaðurinn er orðinn mettur lækkar verðið þannig að ég tel að þetta sé sú eina hagræðing sem getur orðið.