Alþjóðamál

Þriðjudaginn 26. mars 2002, kl. 16:30:35 (6737)

2002-03-26 16:30:35# 127. lþ. 105.9 fundur 647. mál: #A alþjóðamál# skýrsl, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 127. lþ.

[16:30]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá hlýt ég í beinu framhaldi að spyrja hæstv. ráðherra: Hverjar eru líkurnar á því að EES-samningurinn fáist uppfærður á sama tíma og verið er að vinna að því að taka inn nýjar aðildarþjóðir sem hljóta að vera í forgangshópi gagnvart samvinnunni og fá frekar að fylgjast með en þau ríki sem ekki hafa sótt um aðild og hafa ekkert gefið til kynna að þau hyggist gera það eða að skoða það einu sinni?