Samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl

Þriðjudaginn 26. mars 2002, kl. 18:50:01 (6781)

2002-03-26 18:50:01# 127. lþ. 105.10 fundur 615. mál: #A samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl# (einkavæðing) þál. 23/127, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 127. lþ.

[18:50]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Landssíminn fer með þau mál. Landsíminn eða Síminn (Gripið fram í.) hefur lagt út fjármagn í þessu sambandi. Fyrirtækið hefur lagt út þessa peninga og það er í vörslu Símans sem er hlutafélag. Fyrir liggur að það er yfirlýst stefna stjórnvalda að það fyrirtæki verði selt. Hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin um framhald þess.

En það er alveg ljóst að ekki er hægt að reka það fyrirtæki á alþjóðamarkaði nema aðild að þessu kerfi fylgi.