Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Miðvikudaginn 03. apríl 2002, kl. 13:39:22 (6805)

2002-04-03 13:39:22# 127. lþ. 106.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, Frsm. minni hluta ÁSJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 127. lþ.

[13:39]

Frsm. minni hluta iðnn. (Árni Steinar Jóhannsson) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég gat þess í morgun að ég mundi á forsætisnefndarfundi setja fram tillögu um að umræðu um þetta mál yrði frestað í ljósi þess að komið hafa fram upplýsingar sem lágu fyrir áður en iðnn. afgreiddi málið 18. mars sl. Ég vil að það komi fram hér, virðulegi forseti, að við þessari málaleitan minni var ekki orðið í forsætisnefnd. Ég er samt enn og aftur þeirrar skoðunar að málið eigi að fara inn í iðnn. aftur.

Þó hefur komið fram að formaður iðnn. hyggst halda fund í nefndinni á morgun og er þá að freista þess, en það er fundur sem er milli 2. og 3. umr. En ég tel málið þannig vaxið og það stórt og það mikið prinsippmál að umræðunni eigi að fresta og að málið ætti að taka upp að nýju í iðnn. alveg frá byrjun til enda í nýju ljósi.

Þetta vil ég að komi fram, virðulegi forseti.