Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Miðvikudaginn 03. apríl 2002, kl. 14:12:57 (6812)

2002-04-03 14:12:57# 127. lþ. 106.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 127. lþ.

[14:12]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það sem gefur mér tilefni til að veita andsvar við ræðu hv. 4. þm. Austurl., Einars Más Sigurðarsonar, er að hann minntist á till. til þál. um hálendisþjóðgarð og vekur athygli að þingmaður Samfylkingarinnar á Norðurl. e. er ekki meðal flutningsmanna sem ekki er að undra þar sem gert er ráð fyrir að kljúfa Mývatnsöræfi í tvennt og svæði Jökulsár á Fjöllum. Gert er ráð fyrir að hálf Mývatnsöræfi, hluti af Útbruna eigi að vera í þjóðgarðinum en ekki neðri hluti Jökulsár á Fjöllum og talað um að á þessu svæði sé sérstök ástæða til að beitarnýting verði sem minnst skert og bændur geti haldið áfram að nýta beitarlönd á því svæði og þannig styrkt hefðbundinn landbúnað að því er mér skilst í Mývatnssveit og Bárðardal. Nú hygg ég að þessi tillaga sé á miklum misskilningi byggð, herra forseti.