Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Miðvikudaginn 03. apríl 2002, kl. 14:15:16 (6814)

2002-04-03 14:15:16# 127. lþ. 106.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 127. lþ.

[14:15]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það vekur vissulega athygli að hv. þm. Svanfríður Jónasdóttir er sammála því að höggva í sundur svæðin norðan Vatnajökuls, það svæði sem takmarkast frá Vatnajökli til Mývatnssveitar niður til Kelduhverfis og jafnvel ef maður kýs að fara niður á Melrakkasléttu eða Langanes. Ljóst er að þessar hugmyndir eru ekki í samræmi við þær skoðanir sem uppi eru í Mývatnssveit eða annars staðar í Norðurl. e. En það má vera að hv. þm. sé þarna föst í sjónarmiðum síns kjördæmis og skal ég ekkert lá henni það.

Ég vona svo sannarlega, Samfylkingarinnar vegna, að fulltrúi flokksins í Norðurl. e. sé ekki meðmælt þessari tillögu. Það mundi ekki vekja traust á því landsvæði.