Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:06:47 (6899)

2002-04-04 11:06:47# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:06]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er komið til afgreiðslu eitt stærsta mál þessa þings og jafnvel langstærsta málið sem við höfum fjallað um hér. Það er búið að upplýsa málið. Það er búið að vinna málið til fullnustu. Það hefur gífurlega jákvæð áhrif á byggðaþróun þrátt fyrir að öðru sé haldið fram í ræðustól hér. Það er mikið hagsmunamál fyrir mjög marga aðila. Það er stórt hagsmunamál fyrir þjóðarbúið og okkur ber að afgreiða málið nú. Ég segi því nei við því að vísa þessu frv. frá. Það væri fráleit niðurstaða eftir þá góðu og miklu umfjöllun sem hér hefur farið fram. Ég segi nei, hæstv. forseti.