Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:07:51 (6900)

2002-04-04 11:07:51# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:07]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er til marks um afar dapurlega þráhyggju að þröngva áfram þessu tilgangslausa og í raun úrelta frv. um Kárahnjúkavirkjun. Málið er í upplausn eftir að Norsk Hydro hrökk frá því. Það fer nánast á byrjunarreit á nýjan leik eftir tæplega fimm ára þrautagöngu.

Fyrir liggur að Alþingi hefur verið leynt mikilsverðum upplýsingum um stöðu málsins í vinnu þess og auðvitað á Alþingi að mæta þessu með því að taka málið af dagskrá og snúa sér að öðrum brýnni og þarfari verkefnum. Ég greiði því að sjálfsögðu atkvæði með þessari frávísunartillögu, herra forseti.