Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:10:42 (6903)

2002-04-04 11:10:42# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:10]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér liggur fyrir frávísunartillaga sem ég styð. Það á ekki að virkja nema orkukaupandi sé til staðar, en hann verður í allra fyrsta lagi til staðar í lok ársins 2003 vegna þeirrar stöðu sem málið er í og hvarfs Norsk Hydro frá málinu.

Úrskurður umhvrh. hefur auk þess verið kærður og hefur nú verið tekinn til dómsmeðferðar. Ég tel rétt að fá niðurstöður í það mál áður en við afgreiðum á þingi lagafrv. sem byggir á þeim úrskurði sem er nú í kæruferli.

Varðandi arðsemi verkefnisins þá er ekki allt reiknað til kostnaðar sem með eðlilegum hætti á að vera inni í þessu dæmi. Ég tel að hin mikla þjóðhagslega arðsemi sem hér er reidd fram sem rök í málinu standist ekki þegar litið er til fleiri þátta.