Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:22:14 (6914)

2002-04-04 11:22:14# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:22]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Ég er eindreginn stuðningsmaður þessa máls. Ég tel að efnahagsleg áhrif þess og sá ávinningur sem þessi framkvæmd mundi hafa fyrir Austurland og alla landsbyggðina réttlæti fyllilega þá röskun sem verður á umhverfi landsins ef af þessu verður.

Ég tel að það séu fyllilega rök fyrir því að þessi heimild sé afgreidd núna frá þinginu til að hún sé til staðar, sé á lager, ef það skyldi henda að vonir okkar sem berum í brjósti ákveðna bjartsýni í þessu máli rætist.