Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:24:49 (6916)

2002-04-04 11:24:49# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:24]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Nú er sýnt að málinu verður vísað til 3. umr. Ég legg áherslu á að þetta þingmál verði kallað inn í nefnd að nýju. Efh.- og viðskn. þingsins var falið að fara yfir efnahagslegar forsendur málsins. Ég hef upplýst fyrr í dag að ýmsir veigamiklir þættir eru enn óupplýstir. Staðhæfingar eru um að tekist hafi verið á um 80 milljarða kr. ábyrgð, 800 millj. dollara ábyrgð --- þetta upplýsti stjórnarformaður Reyðaráls. Ég legg áherslu á, herra forseti, að þessu máli verði vísað til nefndar og verði tekið til umfjöllunar og skoðunar í ... (Gripið fram í.) Ég er að leggja á það áherslu að það er sýnt að þetta mál verður látið áfram ganga. Ég geri þá kröfu að málið verði tekið til umfjöllunar í efh.- og viðskn. þingsins. Hins vegar skal ég alveg fullvissa hv. þingmenn um að ég mun sjá til þess að þessi sjónarmið komist til skila við 3. umr.