Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:56:48 (6921)

2002-04-04 11:56:48# 127. lþ. 109.2 fundur 704. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (bensín) frv. 22/2002, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:56]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara ítreka enn vegna þess að hv. þm. er að reyna að hnykkja á ummælum mínum að því er varðar bráðabirgðalög að um slíkt eru engar fyrirætlanir þegar kemur að því að þessi lög renna úr gildi í lok júní. En hvorki ég né nokkur annar maður getur tekið bráðabirgðalagavaldið frá ríkisstjórninni með yfirlýsingu á Alþingi. Það þarf að liggja alveg fyrir. Það get ég ekki gert. Það getur enginn maður gert. Það vald er ríkisstjórninni falið í stjórnarskrá.