Einkaleyfi

Föstudaginn 05. apríl 2002, kl. 11:21:02 (6984)

2002-04-05 11:21:02# 127. lþ. 111.2 fundur 453. mál: #A einkaleyfi# (frestir, umboðsmaður o.fl.) frv. 28/2002, Frsm. HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 127. lþ.

[11:21]

Frsm. iðnn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum. Það er álit iðnn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið til sín gesti og margar umsagnir. Hér er í rauninni um mjög einfalt frv. að ræða. Það er lagt fram í því skyni að laga lög um einkaleyfi að breytingum á samstarfssáttmálanum um einkaleyfi og koma á því fyrirkomulagi að umboðsmenn einkaleyfishafa þurfi ekki að vera búsettir hér á landi, en það skilyrði núgildandi laga stríðir gegn meginmarkmiðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um frjálst flæði þjónustu.

Í sjálfu sér er ekki mikið meira um þetta að segja. Þetta kemur skýrt fram á nál. á þskj. 1074. Nefndin gerir þó tillögu um smávægilegar breytingar sem jafnframt er gerð grein fyrir á þskj. 1075.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem er að finna á þskj. 1075. Undir nál. rita allir þeir sem sátu fundinn í hv. iðnn.