2002-04-05 14:56:07# 127. lþ. 112.5 fundur 705. mál: #A bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika# (framlenging ábyrgðar) frv. 26/2002, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 127. lþ.

[14:56]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að hér er um að ræða heimildarákvæði til að framlengja ábyrgðartryggingar ríkissjóðs gagnvart fluginu innan lands og utan. Þetta er til að tryggja okkur gegn hugsanlegum hryðjuverkum og þetta er vandi sem allar þjóðir heims standa frammi fyrir.

Ég hafði um það efasemdir á sínum tíma þegar við samþykktum þessi lög --- við höfum gert það í tvígang --- að þau næðu til nægilega langs tíma. Ástæðan fyrir því að ég tel mikilvægt að þetta taki til áramóta er sú að okkur þarf að gefast tóm til að skoða þessi mál ofan í kjölinn, og ég hef sannfærst um að vel er haldið á þessum málum af hálfu fjmrn. Í trausti þess að ríkisábyrgðinni verði aflétt eins fljótt og unnt er styð ég að heimildin til ábyrgðartryggingarinnar taki til áramóta.