Flokkun og mat á gærum og ull

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:05:30 (7054)

2002-04-08 11:05:30# 127. lþ. 114.20 fundur 293. mál: #A flokkun og mat á gærum og ull# (ullarmat) frv. 48/2002, Frsm. DrH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:05]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1020 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund gesti og farið yfir umsögn sem barst frá Bændasamtökum Íslands.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starf eftirlitsmanns með ullarmati verði lagt niður en kostnaður við það hefur hingað til verið greiddur úr ríkissjóði. Afurðastöðvum verður eftir sem áður heimilt að ráða til sín ullarmatsmenn á eigin kostnað.

Ég vil geta þess að gert er ráð fyrir að þetta spari ríkissjóði um 8 millj. kr. á ári.

Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Hv. þm. Þuríður Backman ritar undir nál. með fyrirvara. Hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur áliti þessu.

Undir nál. rita eftirtaldir hv. þm., sú sem hér stendur, Sigríður Jóhannesdóttir, Guðjón Guðmundsson, Karl V. Matthíasson, Einar Oddur Kristjánsson, Þuríður Backman, Sigríður Ingvarsdóttir og Kristinn H. Gunnarsson.