Flokkun og mat á gærum og ull

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:23:27 (7061)

2002-04-08 11:23:27# 127. lþ. 114.20 fundur 293. mál: #A flokkun og mat á gærum og ull# (ullarmat) frv. 48/2002, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:23]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef hlustað á þessa umræðu, 1. umr. um málið líka og lesið frv. en mér er það óskiljanlegt hvers vegna Bændasamtökin, afurðastöðvarnar, söluaðilarnir geti ekki sett þessar reglur sjálf. Það er þeirra hagur að þessi mál séu í lagi. Mér finnst, virðulegi forseti, hreint fráleitt að þingmenn fjalli sérstaklega um það. Ég treysti Bændasamtökunum, söluaðilum og afurðastöðvum til að sjá um þetta og sé ekki ástæður þess að þetta séu mál sem þurfi að koma hér inn í þingið eða að það þurfi að setja þessar reglur af þinginu.