Tollalög

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 12:02:45 (7081)

2002-04-08 12:02:45# 127. lþ. 114.21 fundur 576. mál: #A tollalög# (tollar á grænmeti) frv. 46/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[12:02]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hv. þm. um að þetta sé gott mál og nauðsynlegt að lækka þessa tolla. Það var alveg tímabært og er hið besta mál.

Hins vegar er það ekki alveg rétt hjá hv. þm. að þetta sé fullkomlega óskylt því sem lýtur að beingreiðslum til garðyrkjubænda. Þetta er hluti af þeim heildartillögum sem svokölluð grænmetisnefnd varð sammála um og lagði til. Það var annars vegar að á málinu skyldi tekið á tollagrundvelli og hins vegar skyldi tekið á því gagnvart framleiðendunum sjálfum. Þó að það komi svo í tveimur frv. fyrir Alþingi vegna þess að það heyrir undir ólíka aðila þá var þetta í sjálfu sér hluti af þeirri heild sem það á að fjalla um og lagt er til. En við afgreiðslu í þinginu er þetta í sjálfu sér sjálfstætt mál.