Þátttaka seðlabankastjóra í álversviðræðum

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:17:14 (7115)

2002-04-08 15:17:14# 127. lþ. 114.1 fundur 482#B Þátttaka seðlabankastjóra í álversviðræðum# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:17]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Eftir að lögum um Seðlabanka Íslands var breytt fyrir tæpu ári hefur Seðlabankinn það meginhlutverk með höndum að stýra efnahags- og peningamálum í þann farveg, eftir því sem hann hefur tæki til, að markmið um lága verðbólgu náist.

Seðlabankinn sem samkvæmt lögum á að vera sjálfstæður og óháður pólitísku framkvæmdarvaldi hefur fyrst og fremst það hlutverk að bregðast við með vaxtastýringu ef verðbólga fer úr böndum og efnahagslífið hitnar úr hófi fram.

Hvernig réttlætir hæstv. viðskrh.- og iðnrh. að seðlabankastjóra skuli nú falið að annast könnunarviðræður við erlend álfyrirtæki og greiða þannig fyrir pólitísku baráttumáli ríkisstjórnarinnar í stóriðjumálum?

Að mínu mati eru þetta mjög óeðlileg vinnubrögð og vandséð hvernig hæstv. ráðherra réttlætir þá pólitísku ákvörðun sína.