Þátttaka seðlabankastjóra í álversviðræðum

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:20:33 (7117)

2002-04-08 15:20:33# 127. lþ. 114.1 fundur 482#B Þátttaka seðlabankastjóra í álversviðræðum# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:20]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Seðlabankinn hefur haft uppi alvarleg varnaðarorð vegna virkjunar- og stóriðjuáforma ríkisstjórnarinnar. Þessi varnaðarorð lúta að tvennu, að ofhitnun efnahagslífsins og verðbólgunni og baktryggingu hins opinbera í þessari risavöxnu áhættufjárfestingu.

Seðlabankinn eða öllu heldur talsmenn hans hafa sagt að unnt sé að grípa til mótvægisaðgerða. Þar er vísað til hærri vaxta, að vextir þurfi að hækka. Það er talað um 2,5% í upphafi aðgerðanna.

Herra forseti. Hér er verið að setja seðlabankastjóra í harla mótsagnakennda stöðu. Þegar sagt er að við séum að gera þetta ótrúverðugt eða tortryggilegt þá er það vegna þess að þetta er tortryggilegt og þetta er ótrúverðugt. Hæstv. utanrrh. talaði um mikilvægi þess að halda sjálfstæði og trúverðugleika Seðlabankans. Það er ekki gert með þessari ákvörðun.