Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:41:01 (7129)

2002-04-08 15:41:01# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:41]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Ég segi já við þessu máli. Þetta mál er feikilegt framfaramál fyrir Austfirðinga, fyrir alla landsbyggðina og fyrir alla þjóðina ef af því skyldi verða. (Gripið fram í.) Ég hef þann metnað að að því muni koma. Ég bendi á að í fyrirspurn áðan kom fram ákveðin staðfesting á því að þetta gæti orðið hagkvæmt, jafnvel svo hagkvæmt að nú eru Vinstri grænir farnir að óttast það að orkan verði flutt í burtu frá Austurlandi því það mundi borga sig að fjárfesta í línulögnum og flytja orkuna í annan landshluta til þess að nýta hana. Því er augljóst að hér er um mikið framfaramál að ræða. Þeir sem hafa talað mest á móti því hafa mikla trú á því að þetta gangi upp. Ég segi því já.