Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:44:13 (7132)

2002-04-08 15:44:13# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:44]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Það er von og ósk okkar Austfirðinga að sem fyrst verði gefið út virkjunarleyfi samkvæmt þeim lögum sem við erum nú að samþykkja í dag um virkjun við Kárahnjúka. Það er trú okkar Austfirðinga að orkan úr Jöklu og Jökulsá í Fljótsdal, eins mikla virðingu og við berum fyrir þeim vatnsföllum, eigi eftir að færa okkur hagsæld, bæði í Austfirðingafjórðungi og fyrir þjóðarhag. Hér er stigið gæfuspor í dag.

Hæstv. forseti. Ég segi já.