Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:49:24 (7137)

2002-04-08 15:49:24# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:49]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson upplýsti áðan styður Framsfl. þetta frv. Það gerir hann vegna þess að framkvæmdin sem frv. býður upp á getur lagt grunninn að mikilli efnahagslegri velsæld á Íslandi. Hún kann að auka þjóðarframleiðslu varanlega um 1%. Hún kann að auka útflutningstekjur Íslendinga um 14,5%. Hún mun styrkja efnahagslíf okkar, hún mun styrkja byggðir landsins og hún mun skapa hundruð ef ekki þúsundir starfa. Með öðrum orðum mun hún styrkja velsæld og efnahagslegar framfarir á Íslandi og þar með leggja grunninn að áframhaldandi uppbyggingu velferðarkerfisins á Íslandi. Þess vegna segi ég með góðri samvisku já.