Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:54:00 (7141)

2002-04-08 15:54:00# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:54]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Áhrif þessarar virkjunar á umhverfi sitt eru óvenjulítil miðað við margar aðrar virkjanir sem við höfum reist hér á landi. Ef litið er á umhverfisáhrif per orkueiningu í Kárahnjúkavirkjun, miðað t.d. við Blönduvirkjun, eru til tölur sem segja okkur að þau eru lítil. 40 ferkílómetrar gróins lands fara undir vatn vegna Kárahnjúkavirkjunar sem er 700 megavött. Vegna Blönduvirkjunar fóru tæpir 60 ferkílómetrar gróins lands undir vatn fyrir 150 megavatta virkjun. Það gefur því augaleið að ef við erum að leita að umhverfisvænni virkjun yfir höfuð er Kárahnjúkavirkjun sennilega umhverfisvænsta virkjun sem við getum farið út í ef við miðum við að einhverju þurfi að fórna af náttúrunni til að koma upp frekari raforkuvirkjunum hér á landi. Ég segi já.