Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:56:27 (7143)

2002-04-08 15:56:27# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, umhvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:56]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Ég tel að Kárahnjúkavirkjun gefi okkur kost á því að nýta vistvæna orku sem aðrar þjóðir eru ekki eins heppnar og við að búa yfir heldur þurfa þær að notast við kol, olíu og kjarnorku. Virkjunin fór í gegnum ítarlegt umhverfismat, ítarlegra en við höfum séð áður, og sú er hér stendur úrskurðaði þannig að umhverfisáhrifin voru minnkuð verulega í því mati.

Það er ljóst að við munum í framtíðinni skoða þjóðgarðshugmyndir norðan Vatnajökuls enda verður um stærstu ósnortnu víðernin í Vestur-Evrópu að ræða þrátt fyrir Kárahnjúkavirkjun. Ég tel því að að undangengnu ítarlegu mati og nákvæmri skoðun vegi kostirnir við þetta mál þyngra en gallarnir. Ég segi því já.