Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:57:27 (7144)

2002-04-08 15:57:27# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:57]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Bæði af efnislegum ástæðum og vegna kringumstæðna er fráleitt að afgreiða eða samþykkja þetta óþarfaframsóknarfrv. Hin miklu óafturkræfu náttúruspjöll eru óverjandi og ein og sér fullnægjandi ástæða til að leggjast gegn málinu. Málið er þar á ofan í upplausn og nánast á byrjunarreit aftur eftir tæplega fimm ára þrautagöngu og margra milljarða áfallinn kostnað. Það er fráleitt að afgreiða óskilyrt virkjunarleyfi inn á lager hjá Landsvirkjun. Þessir virkjunarkostir eiga að vera hluti af vinnu að rammaáætlun um forgangsröðun nýtingarkosta eins og aðrir.

Nú á að hefja nýtt biðtímabil. Austfirðingar fá engin svör um framkvæmdir þar meðan enn á að bíða. Ég segi nei, herra forseti, vegna landsins og framtíðarinnar.