Eldi nytjastofna sjávar

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 16:02:34 (7147)

2002-04-08 16:02:34# 127. lþ. 114.8 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, ÁSJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[16:02]

Árni Steinar Jóhannsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég get ekki greitt þessu frv. atkvæði mitt, aðallega vegna þess að ég tel að hér sé farin röng leið með því að skipta stjórnsýslunni á tvö ráðuneyti. Það er mat flestra að stjórn málsins ætti að vera í höndum eins ráðuneytis, þá hefur verið sérstaklega nefnd landbrn. þar sem mikil fagþekking er fyrir hendi. Aðallega vegna þessa sit ég hjá við atkvæðagreiðsluna.